Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2012 | 15:11

1. mót Eimskipsmótaraðarinnar stytt í 36 holu mót – skor dagsins í dag gilda ekki

Mótsstjórn 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar styrktu af Örninn golfverslun, tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að stytta mótið í 36 holur vegna mikils hvassviðris. Fyrsta hring er því aflýst.

Í Leirunni voru um 14 m/sek og boltar farnir að fjúka til á flötum.

Skor þeirra sem fóru út í dag gilda ekki.  Enginn niðurskurður verður eftir 2 daga s.s. hefð er fyrir heldur fá allir að spila 36 holur, en spáð er betra veðri nú um helgina.

Mótið gildir til stigagjafar á heimslista áhugamanna þrátt fyrir að hafa verið stytt.