Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2017 | 18:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur í 129. sæti e. 3. dag í Lumine

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er í 129. sæti þegar þremur keppnisdögum af alls sex er lokið á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Keppni hófst s.l. laugardag en keppt er á Lumine á Spáni og eru tveir keppnisvellir notaðir, Lake völlurinn og Hills völlurinn. Alls komast 25 efstu inn á Evrópumótaröðina en alls eru leiknir 6 keppnishringir á jafnmörgum dögum.

Eftir 3. keppnisdag er Birgir Leifur er á +5 samtals eftir 54 holur en hann hefur leikið hringina þrjá á (73-72-74) og deilir 129. sætinu með tveimur öðrum kylfingum (er sem sagt T-129).

Alls eru leiknar 108 holur í lokaúrtökumótinu á sex dögum. Mótið hófst á laugardaginn og lýkur á fimmtudaginn. 156 kylfingar keppast um 25 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá 70 kylfingar áfram. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá nokkur mót á Evrópumótaröðinni árið 2018 en 25 efstu sætin gefa fleiri mót.

Sjá má stöðuna í lokaúrtökumótinu í Lumine með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ