Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 18:00

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Leik frestað í Fleesensee – Þórður T-67 e. 2. dag

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, en flestir keppendur luku ekki leik í  dag, 2. keppnisdag vegna myrkurs. Verður tekið til við að klára 2. hring kl. 7:20 á morgun að staðartíma (5:20 að íslenskum tíma).

Allt er enn óbreytt hjá Aroni Snæ – hann er enn T-5 og verður að halda sér þar til þess að lenda á meðal þeirra 20 efstu, sem fá að spila á 2. stigi úrtökumótsins

Fylgjast má með Aron Snæ og  stöðunni með því að SMELLA HÉR:

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi.

Þórður Rafn lék 2. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og fékk 3 fugla, 5 skolla og 2 skramba. Samtals er Þórður Rafn því búinn að spila á 5 yfir pari, 149 höggum (71 78). Hann er sem stendur T-67 og verður að eiga mjög góðan hring á morgun!

Fylgjast má með gengi Þórðar Rafns og stöðunni í Roxburgh með því að SMELLA HÉR: