Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 14:45

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Aron á 69 og Þórður á 71 e. 1. dag!!!

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og lék 1. hring í Fleesensee í Þýskalandi í dag á 3 undir pari, 69 glæsihöggum.

Á hringnum fékk hann hvorki fleiri né færri en 7 fugla en einnig 4 skolla.

Sem stendur er Aron Snær T-7 en fjölmargir eiga eftir að ljúka keppni og má fylgjast með stöðunni og sætistölu Arons með því að SMELLA HÉR: 

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi.

Þórður Rafn lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi og fékk 3 fugla og 2 skolla.

Hann er sem stendur T-11, en líkt og á Fleesensee úrtökumótinu eiga margir eftir að ljúka keppni og getur sætistala Arons því enn breyst en með vþí má fylgjast með því að SMELLA HÉR: