Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 09:00

Trump brýtur loforð m/byggingu nýs golfvallar

Fyrirtæki í eigu kínverska ríkisins hefir verið ráðið til að hjálpa til við byggingu nýs golfvallar Trump Bandaríkjaforseta í Dubaí, þrátt fyrir að Trump hafi lofað að veita ekki erlendum fyrirtækjum vinnusamninga meðan hann væri í embætti Forseta Bandaríkjanna.

Fyrirtæki sem er í félagi við Trump, DAMAC, hefir veitt  $32 milljóna samninginn til Miðausturlanda dótturfyrirtæki China State Construction Engineering Corporation, vegna aðstoðar þeirra við að byggja Trump World golfklúbbinn í Dubaí, sem opna á, á næsta ári, 2018.

Bæði fyrirtækin gerðu heyrinkunnugt um samninginn þegar Trump tók við embætti, en varla var minnst á forsetann í fréttatilkynningu þeirra.

Talsmaður Trump sagði að samningurinn sneri að innviðum hótels við golfvöllinn en ekki að golfvellinum sjálfum.

Þetta kínverska fyrirtæki mátti ekki taka að sér samning fyrir Heimsbankann 2009 vegna svika og spillingar.

Ekki er vitað hvenær gengið var frá samningnum en ef hann var gerður eftir að Trump tók við embætti myndi hann brjóta í bága við svonefnt Emoluments ákvæði, en þetta er ákvæði beint gegn mútum, sem mælir svo fyrir að embættismenn sambandsríkisins (Bandaríkjanna) megi ekki taka við gjöfum frá erlendum stjórum.  Fyrir brot á því ákvæði mætti kæra forsetann (sem annars nýtur friðhelgi).

Hvað varðar aðrar fréttir af golfvöllum Trump mætti nefna að golfvöllur hans í  Bronx, í New York, hefir verið skemmdur með veggjakroti, skv. frétt í New York Daily News.

Það sem skrifað var á veggi golfvallar Trump í Bronx var “The New Colossus”, sem gæti verið vísun í ljóð á frelsisstyttunni.

Í maí á þessu ári brutust tveir menn inn á þennan golfstað Trump og söguðu niður mörg tré með keðjusög.