Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 09:30

Tom Watson … fallhlífarstökkvari – Myndskeið

Gamla golfbrýnið Tom Watson og fyrrum fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup, lét sig hafa það nú á dögunum að stökkva, fallhlífarstökkvi.

Stökkið góða tók hann í Fort Bragg í Norður-Karólínu, hjá fallhlífarstökksdeild Bandaríkjahers, sem nefnist The Golden Knights.

Þess mætti geta að Watson, sem fæddur 4. september 1949,  er 67 ára og þetta var fyrsta fallhlífarstökk hans.

Þetta er æðislegt, nokkuð sem maður ætti að gera“ sagði Watson að fallhlífarstökkinu loknu og um kikkið að stökkva úr 14000 fetum í viðtali sem sjá má hér að neðan.

Þar má sjá Watson ræða um stökk sitt við George Brett og framkvæmdastjóra ALS Greg Steinberg  þegar verið var að ræða Joe McGuff ALS Golf Tournament, sem Tom Watson tekur þátt í.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: