Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2017 | 11:15

Stevie Wonder spilar í brúðkaupi Rory

Það er engu til sparað að gera brúðkaup nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy sem glæsilegast.

Rory á bara eftir 2 daga sem piparsveinn; á laugardaginn er hann kvæntur maður!

Ashford kastali í Mayo sýslu á Írlandi, þar sem athöfnin fer fram, er sá dýrasti í landinu og hótelið sem er í honum hefir allt verið tekið á leigu.

Heimsfrægir skemmtikraftar munu og stíga á stokk og skemmta brúðhjónunum og gestum þeirra.

Nýjustu fréttir herma að Stevie Wonder muni syngja brúðkaupunum til heiðurs og honum til fylgilags er 18 manna hljómsveit …. jamms engu til sparað

Hinn 67 ára Stevie kvænist sjálfur á árinu í 3. skipti og nú hinni 25 árum yngri Tomeeku Bracy, en hún er móðir tveggja yngstu barna kappans.

Tomeeka Bracy, 42 ára og Stevie Wonder 67 ára giftast á Jamaica á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17 júní 2017

Tomeeka Bracy, 42 ára og Stevie Wonder 67 ára giftast á Jamaica á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17 júní 2017