Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 17:30

Rory segir hjartsláttartruflanir sínar „ekkert til að hafa áhyggjur af“

Fjórfaldur risamótssigurvegari Rory McIlroy hefir ritað á félagsmiðla til þess að gera lítið úr hjartsláttartruflunum, sem eiga að hafa þjakað hann 2016.

Í viðtali við The Telegraph í gær, sagði Rory að hann hefði fengið vírus í Kína, sem hefði lagst á hjartað á sér.

Ég er með þykknun á vinstra hjartaslegli og þar er svolítill örvefur. Sem stendur, þarf ég bara að fylgjast með og halda mér í formi,“ sagði hinn 28 ára Rory.

Viðbrögðin við þessu viðtali ollu því að Rory fór á Instagram til að skýra betur það sem hann hafði sagt.

Þetta er virkilega ekkert alvarlegt og ekkert til að hafa áhyggjur af, burtséð frá því að ég þarf í árlega hjartaskoðun, eins og maður ætti að gera hvort sem er,“ skrifaði hann.

Mér finnst það hafa verið mikil viðbrögð við þessu í fjölmiðlum, sem ekki eiga rétt á sér. Ég er í góðu formi og frískur og get ekki beðið eftir að 2018 keppnistímabilið hjá mér byrji í Abu Dhabi í næstu viku.