Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2017 | 09:00

Rory gagnrýnir þá 20% karla sem kusu g. því að veita kvenkylfingum félagsaðild í Muirfield

Mánudagurinn s.l. var sögulegur í golfinu, því þann dag, 13. mars 2017 veitti einn af íhaldsömustu karlrembugolfklúbbum Englands, sem flestir eru enn  „men only“; kvenkylfingum félagsaðild að klúbbnum.

Nr. 3 á heimslistanum og fyrrum sigurvegari Opna breska risamótsins, Rory McIlroy hefir gagnrýnt þau 20% karla, sem kusu gegn því að konur hlytu félagsaðild í þessum sögufræga golfklúbb í East Lothian.

Rory sem sigraði á Opna breska í Hoylake 2014, hefir aldrei spilað vel á Muirfield vellinum, sem er austan við Edinborg og því líkar honum enn verr við völlinn.

Reyndar líkar honum svo illa við Muirfield að þó honum líki vel við þau 80% sem guldu jáyrði við að konum yrði veitt félagsaðild, þá mun hann líklega ekki drekka te með félagsmönnum Muirfield á framtíðar Opnum breskum.

Muirfield er ekki einn af uppáhaldsstöðum mínum til að halda Opna breska á, þrátt fyrir ákvörðunina í gær (viðtalið við Rory tekið þriðjudaginn 14. mars) – ef það yrði ekki keppnisstaður Opna breska myndi ég ekki vera óhamingjusamur með það!“ sagði Rory.

En ég hef verið hreinn og beinn varðandi þetta áður en kosið var. Ég meina, á þessum tíma og aldri þegar konur eru leiðtogar fyrirtækja og konur eru forsetar ríkja – og svo geta þær ekki gerst félagar í golfklúbb? Ég meina, það er ruddalegt.“

Þettta er fáránlegt. Þannig að þeir sáu ljósið.“