Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 14:00

Poulter svarar Chamblee fullum hálsi „Auðvelt að sitja á rassgatinu!“

Enginn getur nokkru sinni vænt Ian James Poulter um að vera feimna týpan, sem er tilbaka.

Þannig að þegar golffréttaskýrandinn Brandel Chamblee var að skjóta á Poulter fyrir það sem hann taldi ósannfærandi tilraun þess síðarnefnda að reyna að bera sigurorð af hinum unga, Si Woo Kim á lokahring Players, þá var Poulter ekki seinn að svara fyrir sig á Twitter.

Á því sviði er svo sannarlega ekki hægt að væna Poulter um að bakka eða reyna ekki nógu mikið.

Það er í raun ekki annað en hægt að dást að Poulter fyrir að rúlla upp golfpeysuna sína frá því sem virtist vera öruggt að hann myndi missa kortið sitt á PGA Tour og vinna sig síðan upp í að taka 2. sætið á því sem nefnt er 5. risamót karlagolfsins, sjálfu Players mótinu.  Ef honum hefði tekist að sigra í mótinu hefði hann hlotið 10 ára keppnisrétt á PGA Tour og hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af að missa kortið sitt.

En jafnvel 2. sætið veitir honum fjöldamörg stig á stigalistanum og verðlaunaféð eitt, sér til þess að hann heldur að öllum líkindum spilarétti sínum a.m.k. annað keppnistímabil enn.

En það var enginn miskunn af hálfu Chamblee.

Í hlutverki sínu sem golffréttaskýrandi á Golf Chanel talaði Chamblee – sem hefir 1 sinni sigrað á PGA Tour og hefir ekki svo mikið sem náð að vera meðal efstu 10 í neinu risamótanna sem hann tók þátt í – niður til Poulter.

Hann spilaði greinilega ekki til sigurs,“ sagði Chamblee og fór síðan að kryfja frammistöðu Poulter á par-5 16. holu þar sem Poulter var á parinu.

Peningar skipta máli, heimslistinn skiptir máli, ég næ því … ég hef tekið þetta högg. Ég hef gert það. Ég hef gert nákvæmlega það sem Ian Poulter gerði. Enginn mun nokkru sinni segja að ég sé góður kylfingur. En við (fréttamenn) áskiljum okkur rétt til að nefna kylfinga frábæra leikmenn eða að þeir séu að slá frábær högg . Það er þess vegna sem ég er ekkert að hrósa (höggi Poulter). Við fögnum höggum sem David Duval sló, höggum sem Tiger Woods sló (innskot: nokkuð furðulegt – Tiger og Chamblee eru nefnilega langt frá því vinir). Það er þess vegna sem við hrósum þeim, það er þess vegna sem við stöndum upp og segjum „Vel gert, frábært högg. En högg (Poulter) var það ekki.

Poulter var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter. Hann sagði:

Þykir leitt að valda vonbrigðum, ég get aðeins látið mig dreyma að vera eins góður og Brandel … það er augljóslega mjög auðvelt að sitja á rassgatinu (og gagnrýna aðra) … takk fyrir stuðninginn.“

Chamblee blokkeraði Poulter á Twitter eftir það. Poulter virtist slétt sama.

Hann svaraði því með: „Segðu ekki meira“ (Ens.: Say no more)  og við það bætti hann hláturkarli.

Chamblee virðist lifa og hrærast á því að gagnrýna bestu kylfinganna, oft með órétti og meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á honum eru m.a. Rory McIlroy og Tiger Woods eins og áður sagði.

En Poulter lætur ekkert og engan vaða yfir sig…