Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 11:00

Piltalandsliðið valið sem keppir fyrir Ísland á EM í Póllandi

Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ hefur valið eftirtalda leikmenn sem keppa í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða. Mótið fer fram í Kraków í Póllandi dagana 20.-23. september.

Daníel Ísak Steinarsson (GK) er fyrirliði, og liðsstjóri er Jussi Pitkanen.

Liðið er þannig skipað:

Arnór Snær Guðmundsson (GHD)
Ingvar Andri Magnússon (GR)
Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
Viktor Ingi Einarsson (GR)
Ragnar Már Ríkharðsson (GM)
Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)