Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 00:01

PGA: Tiger aðeins 2 höggum á eftir forystumanni Valspar Corey Connors á 2. degi

Mót vikunnar á PGA Tour er Valspar mótið, sem fram fer í Palm Harbor í Flórída.

Þegar mótið er hálfnað er Kanadamaðurinn Corey Connors í forystu – hann er búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (67 69).

Jafnir í 2. sæti eru Englendingurinn Paul Casey og 4 bandarískir kylfingar: Tiger Woods, Brandt Snedeker, Kelly Kraft og Ryan Palmer, allir 2 höggum á eftir Connors.

Staða Tigers í mótinu sýnir að hann er greinilega að taka framförum eftir langa fjarveru frá golfi vegna bakmeiðsla og bakuppskurða.

Kannski ekki svo langt að bíða að hann sigri í móti aftur? Menn eru spenntir.

Sjá má stöðuna á Valspar mótinu með þvi að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Valspar mótinu með því að SMELLA HÉR: