Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2017 | 20:00

PGA: Sjáið Grillo henda kylfu í vatnshindrun eftir fjórfaldan skolla – Myndskeið

Emiliano Grillo frá Argentínu var í forystu á Arnold Palmer Invitational, en segja má með spilamennsku sinni á 3. hring hafi hann fyrirgert vinningssæti og voru skapsmunirnir eftir því.

Hann henti kylfu sinni í vatnshindrun við 6. braut..

Grillo gekk svona líka illa með par-5 6. holu Bay Hill, þar sem slá verður yfir vatnshindrun.

Hann endaði á algeru júmbóskori, fjórföldum skolla á holuna – heil 9 högg … eins og byrjandi, en ekki efsti maður á PGA móti.

Með þessari spilamennsku er Grillo kominn niður í 12. sæti en sjá má stöðuna á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR:

Sjá má Grillo henda kylfiu sinni í vatnshindrun með því að SMELLA HÉR: