Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2018 | 21:45

PGA: LOKSINS!!!… sigraði Casey!!!

Paul Casey sigraði á Valspar Championship nú rétt í þessu.

Sigurskor Casey var 10 undir pari, 274 högg (70 68 71 65).

Loksins er óhætt að segja en 9 ár eru síðan Casey sigraði á PGA Tour – þá sigraði hann á Shell Houston Open, 5. apríl 2009 … og var það fyrsta skiptið hans á PGA Tour – hann hefir hins vegar sigrað 13 sinnum á Evrópumótaröðinni síðast 2014, síðast fyrir 5 árum á KLM Open.

Kominn tími á sigur! … því Casey hefir frá sigrum sínum ótal sinnum verið svo ofboðslega nálægt því en alltaf endað í 2. sæti. Þar til núna!!! Frábært!!!

Tiger og Patrick Reed deildu 2. sætinu, einu höggi á eftir Casey!!!

Corey Conners, nýliðinn, sem búinn er að leiða mestallt mótið lauk keppni T-16, en hann átti afleitan lokahring upp á 77 högg, taugarnar líklegast gefið sig… en þetta kemur allt!  Verður spennandi að fylgjast með kappanum. Upprennandi stjarna þar!

Sjá má stöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: