Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 08:00

PGA: Kizzire efstur á OHL e. 1. dag

Það er fremur óþekktur kylfingur Patton Kizzire, sem er í efsta sætinu eftir 1. keppnisdag OHL Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour og fer fram í Mexíkó.

Kizzire, sem er 1,96 m á hæð og með hávaxnari mönnum á PGA Tour, lék 1. hring á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum og átti m.a. sjéns á 59 eða 60 þegar hann fór á 18. eftir að hafa verið með 10 fugla milli 3.-17. braut, en fékk því miður skolla.

Kizzire er með 2 högga forystu á bandaríska kylfinginn, Vaughn Taylor og Rickie Fowler er annar tveggja sem deila 3. sætinu, en hann lék á 6 undir pari, 65 höggum.

Retief Goosen sem öllum að óvörum spilar ekki í Nedbank Golf Challenge í Sun City nú um helgina lék á 5 undir pari, 66 höggum og er T-5. Hinn 48 ára Goosen hefir ekki sigrað á PGA Tour móti frá árinu 2009.

Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: