Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 23:59

PGA: Kisner og Matsuyama efstir í hálfleik á PGA Championship

Það eru bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiða í hálfleik á PGA Championship risamótinu.

Báðir hafa spilað á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Kisner (67 67) og Matsuyama (70 64).

Í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, 2 höggum á eftir á samtals 6  undir pari (70 66).

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Justin Rose, Luke Donald Graeme McDowell, Bubba Watson og John Daly, en niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari eða betra.

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: