Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 08:00

PGA: Keegan Bradley meðal efstu manna e. 1. dag CIMB Classic – Hápunktar 1. dags

Það er Cameron Smith, sem leiðir eftir 1. dag CIMB Classic, 2. mótinu á keppnistímabilinu 2017-2018, sem fram fer í Malasíu

Smith spilaði 1. hring á 8 undir pari, 64 glæsihöggum.

Nýliðarnir þegar farnir að láta til sín taka, því í 2. sæti situr Xander Schauffele nýliði ársins á PGA Tour ásamt Poom Saksansin frá Thaílandi, sem er tiltölulega óþekktur en spilar á Asíutúrnum og er öllum hnútum kunnugur í Malasíu og svo er 3. maðurinn í 2. sæti bandaríski kylfingurinn  Keegan Bradley.

Gaman að sjá Bradley aftur meðal efstu manna, en ansi hljótt hefir verið um hann að undanförnu!

Þeir Bradley, Saksansin og Schauffele eru aðeins 1 höggi á eftir Smith þ.e. á 7 undir pari, 65 höggum.

Kylfingur ársins á PGA Tour, Justin Thomas, fer hægt af stað í titilvörninni en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum og er T-23 eftir 1. hring.

Til þess að sjá stöðuna á CIMB Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta CIMB Classsic SMELLIÐ HÉR: