Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2017 | 10:30

PGA: Hoffman leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 2. dags

Charley Hoffman hefir ekki átt velsæld að fagna í Arnold Palmer Invitational presented by Mastercard mótunum undanfarin ár.

Þegar hann hóf keppni í ár hafði hann ekki komist í gegnum niðurskurð á 3 af þeim 4 mótum sem hann hafði tekið þátt í og aðeins tvívegis brotið par í 10 hringjum.

En hann er núna í stöðu til að breyta öllu þessu á Bay Hill Club & Lodge því hann leiðir í hálfleik á samtals skori upp á 10 undir pari, 134 höggum (68 66).

Hann er nú að taka þátt í fyrsta sinn á móti Arnie frá árinu 2013 og eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð í síðustu viku á Valspar Championship.

Í 2. sæti í mótinu er Emiliano Grillo frá Argentínu á samtals 9 undir pari (67 68) – Í 3. sæti er síðan enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, enn öðru höggi á eftir (67 69).

Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: