Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 06:00

PGA: Grace leiðir á Valero – Hápunktar 1. dags

Það er Branden Grace frá S-Afríku sem tekið hefir forystu á 1. degi Valero Texas Open, sem hófst í gær.

Grace lék á 6 undir pari, 66 höggum. Á hringnum fékk Grace 7 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru 4 kylfingar 1 höggi á eftir Grace: Will MacKenzie, John Huh, Stewart Cink, allir frá Bandaríkjunum og Ástralinn Steven Alker.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: