Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 10:00

PGA Championship 2017: Teighögg Pampling á 18. á 2. hring eitt það versta í sögu risamóta

Eftir að Rory McIlroy tókst að bjarga pari á PGA Championship þá voru áhorfendur spenntir að sjá hvernig öðrum tækist til á hinum brögðótta Quail Hollow velli í Charlotte, N-Karólínu.

Einn kylfingur öðrum fremur átti erfitt, þannig að högg hans á 18. (þ.e. 9. á Quail Hollow vellinum) á 2. hring er nú talið meðal þeirra verstu í sögu risamóta.

Þetta er ástralski kylfingurinn Rod Pampling, sem síðan tókst ekki að komast í gegnum niðurskurð en skor hans var 14 yfir pari, 156 högg (77 79).

Hann varð T-136.

Sjá má lélegt teighögg Pampling með því að SMELLA HÉR:  (skrollið niður)