Thorbjörn Olesen
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 01:00

PGA Championship 2017: Kisner og Olesen deila 1. sætinu e. 1. dag

Það eru þeir Kevin Kisner frá Bandaríkjunum og danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem deila 1. sætinu eftir 1. dag PGA Championship risamótsins, sem hófst í gær.

Báðir léku þeir völlinn í Quail Hollow, í Charlotte, N-Karólínu á 4 undir pari, 67 höggum.

Fimm kylfingar deila síðan 3. sætinu, einu höggi á eftir forystumönnunum (68 högg) en þ.á.m. er m.a. Brooks Koepka.

Rickie Fowler er einn 7 kylfinga sem eru  T-8 á 69 höggum; Dustin Johnson, Jason Day og Jon Rahm eru meðal 10 kylfinga, sem eru T-15 á 1 undir pari, 70 höggum.

Jordan Spieth og Rory McIlroy eru meðal 11 kylfinga sem eru T-33 á 1 yfir pari, 72 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: