Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2017 | 12:00

PGA: Allt eða ekkert f. Adam Scott

Adam Scott, 37 ára, hefir verið þaulsætinn á topp-10 heimslistans, en er nú dottinn niður í 17. sætið á listanum.

Hann lofar betrumbótum á lokarisamóti ársins,  US PGA Championship, sem fram fer í Quail Hollow í þessari viku.

Scott hefir átt ágætis tímabil, hefir aðeins 5 sinnum verið með árangur utan topp-15 á PGA Tour, í 14 mótum.

Hvað varðar gengi hans í hinum risamótunum 3 á þessu ári þá varð Scott T-9 á Masters, komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska og varð í 22. sæti á Opna brska.

2013 Masters sigurvegarinn (Scott) hefir sagt að einungis sigur á US PGA Championship geti bætt fyrir fremur slakt gengi hans (að eiginn mati) á þessu keppnistímabili.

Það er í grunninn sigur eða ekkert. Ég hef virkilega reynt mitt besta þetta keppnistímabil, en það hefir ekki fallið með mér. Leikur minn er svo nálægt því stundum en er það síðan ekki,“ sagði Scott m.a.

Ef borinn er saman árangur Scott 2017 og 2016, þá sést að í fyrra stóð hann sig mun betur; sigraði tvívegis og varð tvisvar í 2.sæti; en í ár hafa breytingar á venjubundinni dagskrá hans og það að konan hans er ófrísk sett strik í reikninginn.  Tja, sumir karlmenn hugsa vel um konur sínar meðan þær eru ófrískar, bera þær á höndum sér og Adam Scott er einn þeirra.

Í ár hefir Scott tekið þátt í öllum mótum fyrir risamótin, til þess að vega upp á móti þeim langa tíma sem hann ver í Ástralíu og Sviss, fremur en Bahamas þar sem hann á líka hús.

Þetta (slaka gengið í ár) á sér stað eftir frábært ár 2016. Maður vonar það besta en hlutirnir ganga ekki alltaf upp,“ sagði Scott m.a.

Þetta er orðinn yfir 20 ára ferill; þetta hefir ekki verið svo slæmt keppnistímabil en mig myndi virkilega langa til þess að ná árangri á PGA.“

Það er ekki nokkur ástæða af hverju ég get ekki bara mætt og sigrað!“