Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 12:00

Patsy Hankins: Lokastaðan – Asía 23 1/2 – Evrópa 8 1/2

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var valin í lið Evrópu í Patsy Hankins bikarnum.

Í Patsy Hanskins bikarnum keppir lið Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema andstæðingurinn eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna og það eru einungis áhugamenn sem keppa.

Mótið fór fram á keppnisvelli Doha golfklúbbsins í Qatar 8.-10. mars og lauk nú fyrir stuttu.

Lið Asíu sigraði í Patsy Hankins bikarnum nú í ár með 23 1/2 vinningi gegn 8 1/2 vinningi liðs Evrópu.

Fyrir tvímenningsleiki dagsins í dag var staðan 16 1/2 – 3 1/2 liði Asíu í vil.

Í tvímenningsleikjunum vann lið Evrópu 5 leiki en lið Asíu 7.  Guðrún Brá tapaði leik sínum gegn Du Mohan með minnsta mun.

Sjá má lokastöðuna í Patsy Hankins bikarnum með því að SMELLA HÉR: