Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 08:00

Patsy Hankins: Asía 16 1/2 – Evrópa 3 1/2 f. lokaviðureignirnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var valin í lið Evrópu í Patsy Hankins bikarnum.

Í Patsy Hanskins bikarnum keppir lið Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema andstæðingurinn eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna og það eru einungis áhugamenn sem keppa.

Mótið fer fram á keppnisvelli Doha golfklúbbsins í Qatar 8.-10. mars og lýkur því í dag.

Það stefnir í að lið Evrópu sé að bíða mikinn ósigur fyrir liði Asíu.

Fyrir tvímenningsleiki dagsins í dag er staðan 16 1/2 – 3 1/2 liði Asíu í vil.

Guðrún Brá hefir verið að keppa í fjórbolta og fjórmenningi með hinni belgísku Clarisse Louis og hafa þær tapað viðureignum sínum.

Aðeins er eftir að spila tvímenningsleikina og er andstæðingur Guðrúnar Brá, Du Mohan og þegar 10 holur hafa verið spilaðar á Mohan 1 holu á Guðrúnu Brá.  Vonandi tekst Guðrúnu Brá að snúa þessu við!!!

Sjá má stöðuna í Patsy Hankins bikarnum með því að SMELLA HÉR: