Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 23:59

Opna bandaríska 2017: Justin Thomas með frábæran 3. hring upp á 63 högg!!!

Eftir 3 hringi á Opna bandaríska eru 42 kylfingar sem eru með heildarskor undir pari.

Lægsta skorið yfir alla keppnina hingað til á Justin Thomas en honum tókst að ná ótrúlegu skori á Erin Hills á 3. hring, 9 undir pari, 63 höggum!!!!

Ég er ekki viss um hvenær þetta fer að mjatla inn í undirvitundina eða hvenær ég næ því sem ég gerði,“ sagði Thomas.

Thomas fékk 9 fugla og 1 örn á 18. holu Erin Hill, en var jafnframt með 2 skolla.

Þrátt fyrir allt þetta deilir hann 2. sætinu með Brooks Koepka og Tommy Fleetwood, en allir hafa þeir samtals spilað á 11 undir pari.

Á toppnum trónir Brian Harman á 12 undir pari, 204 höggum (67 70 67).

Einn í 5. sæti er síðan Rickie Fowler á 10 undir pari – en framangreindu 5 eru þeir einu sem eru með tveggja stafa heildarskor undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá heildarstöðuna á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: