Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2017 | 07:00

Opna bandaríska 2017: Brooks Koepka sigraði!

Það var Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska 2017.

Koepka lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (67 70 68 67).

Hann átti 4 högg á þá sem urðu í 2. sæti, Hideki Matsuyama frá Japan og bandaríska kylfinginn Brian Harman, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2017 í heild SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna bandaríska 2017 SMELLIÐ HÉR: