Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2017 | 17:00

Opna bandaríska 2017: Áhorfandinn sem lést dó 3 dögum eftir að kona hans dó

Chick Jacobs lifði lífi sem hægt er að dást að.

Hann var afi, hermaður í seinni heimsstyrjöldinni og Kóreustríðinu, hann hafði hlotið æðstu medalíur, sem bandarískum hermönnum hlotnast: silfurstjörnuna og purpurahjartað, (ens. Silver Star og Purple Heart); hann var verkfræðingur, sem átti þátt í að koma fyrsta manninum á tunglið og góður kylfingur alla tíð.

Hann dó, sem áhorfandi að Opna bandaríska, aðeins 3 dögum eftir að eiginkona hans til 68 ára dó og fréttin um áhorfandann, sem dó á Opna bandaríska 2017 fór um alla golfmiðla.

Í Milwaukee Journal-Sentinel var frásögn í smáatriðum um líf Jacobs, aðeins nokkrum dögum eftir að hann dó á Opna bandaríska, og líf hans var alveg einstakt, eins og flest lífshlaup eru.

Eiginkona Chick, Lucille, 88 ára, dó þriðjudaginn fyrir viku af eftirköstum mjaðmaaðgerðar. Chick, 94 ára, sem hitti hana fyrir áratugum í Wisconsin háskóla ákvað að reyna að dreifa sorginni með því að fara á Opna bandaríska. Golfið var honum skjól og hafði verið árum saman. Hann vann m.a. sem eftirlitsmaður á Greater Milwaukee Open. Hann æfði púttin og chippin í kjallara sínum. Hann var með 1 stafs forgjöf og hann og Lucille spiluðu í fjölmörgum mótum um öll Bandaríkin.

Þannig að sl. föstudag fór hann á Erin Hills og sá m.a. Steve Stricker.  Klukkan 1:20 féll hann í ómeginn og sjúkraliðar fundu fyrirmæli á honum þar sem þess var beiðst að hann yrði ekki endurlífgaður (ens.: Do Not Resuscitate order). Chick dó á Erin Hills.

Hann náði að sjá uppáhaldskylfing sinn (Stricker) setja niður lokapúttið,“ sagði sonur Chick, Bill Jacobs m.a. í viðtalinu.

Jafnframt sagði Bill Jacobs: „Jesús steig niður og sagði:Hey Chick, ég ætla að fara með þig upp og sameina ykkur hjónin aftur. Vegna þess augljóslega vilt þú ekki verja meiri tíma hér (á jörðu).“