Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 18:30

Ólafía Þórunn hitti Phil Mickelson – Hefur keppni á Kingsmill n.k. fimmtudag

Golf 1 birti frétt af því um daginn að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefði hitt Phil Mickelson og Jon Rahm á KPMG degi, þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins fengu tækifæri til þess að spila við kylfinga, sem styrktir eru af KPMG- Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Ólafía birti þessa flottu mynd af sér og Phil og Alfreð Brynjar, bróður sínum frá þessum degi á heimasíðu sinni og er hún birt hér að nýju – vegna þess hversu einstaklega flottir kylfingar eru hér á ferð!

Nú í vikunni tekur er Ólafía Þórunn meðal keppenda á Kingsmill Championship presented by JTBC.

Mótið fer fram 18.-21. maí 2017 og hefst því á fimmtudaginn nú í vikunni – Styttist í skemmtunina að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar.

Þetta er 7. mótið sem Ólafía tekur þátt í en henni hefir tekist að komast í gegnum niðurskurð í 2 fyrstu mótunum: Pure Silk Bahamas LPGA Classic og ISPS Handa Women’s Australian Open Í 6. og síðasta mótinu sem Ólafía lék í, Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC,  náði hún í gegnum fyrri niðurskurðinn en komst ekki í gegnum þann seinni – en skorið var niður tvívegis og telst hún því ekki hafa komist gegnum niðurskurð í því móti – Hins vegar hlaut hún tékka fyrir að hafa komist í gegnum fyrri niðurskurðinn upp á $2,884 og nú er heildarverðlaunafé hennar á LPGA því komið í $14,672 (þ.e. u.þ.b. 1.511.216 íslenskar krónur).

Vonandi að Ólafía Þórunn nái í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill og verður gaman að fylgjast með!!!

Sjá má þátttakendalistann á Kingsmill meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: