
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Vikki Laing (13/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017.
Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð.
T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25.
Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Stavnar (báðar með örn á par-5 18. holuna þar sem úrslitin réðust).
Þær 4, sem sátu eftir með sárt ennið voru hin spænska Maria Palacios Siegenthaler; Julie Aime frá Frakklandi; Kiran Matharu frá Englandi og Tiia Koivisto frá Finnlandi.
Þessar tvær heppnu stúlkur, sem unnu í bráðabanaum um 24. og 25. sætin hafa nú verið kynntar og eins stúlkurnar 5 sem urðu í 19.sæti en það eru Ariane Provot frá Frakklandi; Katja Pogacar frá Slóveníu; Ainil Bakar frá Bandaríkjunum; Sideri Vanova frá Tékklandi og Lucrezia Colombotto Rosso frá Ítalíu. Eins hafa þrjár stúlkur sem urðu í 16. sæti á samtals 6 undir pari, 354 höggum verið kynntar: Elia Folch frá Spáni; Cloe Frankish frá Englandi og Sanna Nuutinen frá Finnandi. Næst voru þær sem deildu 14. sætinu kynntar: Mireia Prat og Piti Martinez Bernal, en báðar léku þær á samtals 7 undir pari, 353 höggum.
Nú verður byrjað á að kynna þær 5 stúlkur sem deildu 9. sætinu, en það eru: Julía Engström og Cajsa Persson frá Svíþjóð; Vikki Laing frá Skotlandi; Laura Sedda frá Ítalíu og Elína Nummenpaa frá Finnlandi. Þær léku allar á samtals 8 undir pari, 352 höggum.
Vikki Laing fæddist 14. mars 1981 í Edinborg, Skotlandi og er því 36 ára.
Eftirfarandi eru hápunktar á áhugamannsferli Laing:
Fjórfaldur skoskur meistari unglinga (1996-1999). Þrefaldur meistari Wales í höggleik (2001, 2002, 2003) Var í liði Breta&Íra í Curtis Cup árið 2002. Sigurvegari í Pac-10 Championship árið 2003 þ.e. einstaklingskeppninni meðan hún var enn í University of California-Berkeley.Varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni í NCAA Regional Championship, árið 2003.
Laing var í bandaríska háskólagolfinu, þar sem hún spilaði með kvennagolfliði University of California-Berkeley og útskrifaðist sem félagsfræðingur þaðan 2003. Strax að loknu háskólanámi gerðist Laing atvinnumaður í golfi.
Laing spilaði síðan á Duramed-Futures Tour 2006-2009 og hefir verið á LET meira og minna í 9 ár, þ.e. frá árinu 2009. Besti árangur er 2. sætið á Sanya Ladies Open í Yalong Bay Golf Club í Hainan, Kína.
Áhugamál Laing: Ræktin, lestur góðra bóka, íþróttir almennt og að borða góðan mat.
- febrúar. 20. 2019 | 06:00 Magnús Valur og Ellert vallarstjórar ársins 2018
- febrúar. 19. 2019 | 23:00 Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-9 á Spáni
- febrúar. 19. 2019 | 21:00 Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur luku keppni á The All-American
- febrúar. 19. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2019
- febrúar. 19. 2019 | 10:00 Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jenny Haglund (37/58)
- febrúar. 19. 2019 | 07:51 Var það almenningsálitið eða slæm samviska sem fékk Kuchar til að greiða kylfusveininum?
- febrúar. 19. 2019 | 07:43 Rolex-heimslistinn: Nelly Korda komin í 9. sætið!!!
- febrúar. 19. 2019 | 06:40 Neyðarlegt!!! LPGA kylfingur datt ofan í bönker á Opna ástralska!!!
- febrúar. 19. 2019 | 06:00 Hvað var í sigurpoka JB Holmes?
- febrúar. 18. 2019 | 17:30 Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag og eini Íslendingurinn sem fór g. niðurskurð!!!
- febrúar. 18. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2019
- febrúar. 18. 2019 | 13:00 PGA: Holmes sigraði á Genesis Open!!!
- febrúar. 18. 2019 | 10:00 Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jing Yan (36/58)
- febrúar. 18. 2019 | 08:15 Trump kom f. golfhermi í Hvíta Húsinu
- febrúar. 18. 2019 | 07:52 Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Texas