Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Mireia Prat (12/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017.

Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð.

T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25.

Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Stavnar (báðar með örn á par-5 18. holuna þar sem úrslitin réðust).

Þær 4, sem sátu eftir með sárt ennið voru hin spænska Maria Palacios Siegenthaler; Julie Aime frá Frakklandi; Kiran Matharu frá Englandi og Tiia Koivisto frá Finnlandi.

Þessar tvær heppnu stúlkur, sem unnu í bráðabanaum um 24. og 25. sætin hafa nú verið kynntar og eins stúlkurnar 5 sem urðu í 19.sæti en það eru Ariane Provot frá Frakklandi; Katja Pogacar frá Slóveníu; Ainil Bakar frá Bandaríkjunum; Sideri Vanova frá Tékklandi og Lucrezia Colombotto Rosso frá Ítalíu. Eins hafa þrjár stúlkur sem urðu í 16. sæti á samtals 6 undir pari, 354 höggum verið kynntar: Elia Folch frá Spáni; Cloe Frankish frá Englandi og Sanna Nuutinen frá Finnandi.

Næst verða kynntar þær tvær sem deildu 14. sætinu: Mireia Prat og Piti Martinez Bernal, en báðar léku þær á samtals 7 undir pari, 353 höggum; báðar (71 70 71 70 71). Piti var kynnt í gær og í dag er það Mireia.

Mireia Prat  fæddist 14. október 1989 í Torelló á Spáni og er því 28 ára.

Mireia byrjaði að spila golf 10 ára í Osona Montanya Golf (Barcelona) og þakkar krakkaprógrammi klúbbsins og föður sínum, sem kenndi henni golf. Prat er aðeins 1 af 2 kvenkylfingum frá Katalóníu á LET. Hún segir fjölskyldu sína og liðsfélaga í spænska landsliðinu hafa haft mest áhrif á golf sitt.

Hún spilaði tennis áður en hún lagði golfið fyrir sig en líkaði betur við golfið.

Prat er með gráðu í viðskiptafræði frá Universitat Autonoma de Barcelona. Hún gat gert hvorutveggja lært og spilað golf þökk sé  Eagle 2 golf prógrammithe Catalonian Federation at CAR of Sant Cugat.

Helstu afrek Mireiu sem áhugamanns eru eftirfarandi: Mireia sigraði á Finnish International Championship 2008-2009. Síðan vann hún silfurmedalíuna í European Ladies Amateur Team Championship 2010-2011.

Mireia gerðist atvinnumaður í golfi eftir nám sitt í Barcelóna 1. janúar 2012. Hún var ein af þeim 6 stúlkum, sem var í 29. sæti á lokaúrtökumóti í Q-school LET og tapaði í umspili um þau tvö kort fyrir fullum keppnisrétti að LET, keppnistímabilið 2012, sem eftir voru.

En frá 2013 hefir Mireia meira og minna verið á LET, þar til hún missti kortið sitt 2017 og varð að fara aftur í lokaúrtökumót til að endurnýja kortið sitt – sem henni tókst og er hún því með full spilaréttindi 2018.

Mireia er svo með ágætis styrktarsamning við spænska golffataframleiðandann Ocho Golf.

Til að fræðast nánar um Mireiu má sjá viðtal sem tekið var við hana og birtist á vefsíðu LET Access SMELLIÐ HÉR: