Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Nate Lashley (14/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.

Sá sem varð í 12. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $274,486 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $22,326; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$252,160) var bandaríski kylfingurinn Nate Lashley.

Nate Lashley fæddist í Scottsbluff, Nebraska, 12. desember 1982 og er því 34 ára.

Hann er 1,85 m á hæð og 86 kg.

Það voru foreldrar Lashley, sem kenndu honum golf þegar hann var 8 ára.

Lashley var í  Mitchell High School (menntaskóla) í Nebraska og þar spilaði hann aðallega körfubolta og vann þrívegis all-state honors viðurkenninguna meðan hann var í körfunni.

Lashley var síðan í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði University of Arizona.

Alþjóðlegir sigrar Lashley í golfinu eru eftirfarandi:

* 2009 Utah Open
* 2010 Waterloo Open
* 2011 Waterloo Open
* 2015 Utah Open

Keppnistímabilið 2015-2016 var Lashley á PGA Tour Latinoamérica og sigraði þrívegis á þeirri mótaröð: þ.e. á San Luis Championship, Copa Diners Club International og Shell Championship.

Næsta keppnistímabil 2016-2017 var Lashley á Web.com Tour og nú í ár, 2017,  sigraði Lashley í 1. sinn á Web.com Tour, þ.e. á Corales Puntacana Resort and Club Championship og var sá sigur sá, sem í raun kom honum á bestu karlgolfmótaröð heims, PGA Tour.

Nate Lasheley komst í fréttirnar ekki fyrir alls löngu því hann missti kærustu sína og foreldra sviplega í flugslysi – lesa má um það með því að SMELLA HÉR: 

Uppáhaldstómstundaiðja Lashley eru vatnaíþróttir, að vera á skíðum og veiðar.

Nokkrir fróðleiksmolar í lokinn um Lashley:

*Það að spila í U.S. Amateur í Oakmontog að spila í lokaúrtökumóti PGA Tour eru hápunktar ferilsins í golfinu hjá Lashley         *Vann fyrst sem fasteignasali eftir úrskrift úr háskóla
*Uppáhaldskvikmyndin er „Old School“.
*„Breaking Bad“ er uppáhaldssjónvarpsþáttur Lashley.
*Steik og sushi eru uppáhaldsmatur Lashley..
*San Diego og New York eru uppáhaldsfrístaðir Lashely. .
*Í draumaholli Lashley myndu vera auk hans sjálfs, faðir hans, Arnold Palmer og Tiger Woods.
*Meðal þess sem er á óskalista Lashley er að fara í fallhlífarstökk og að ferðast til Evrópu og Ástralíu. to Europe and Australia.
*Persónulegt mottó Lashley er: „Lifðu hvern dag eins og hann væri þinn síðasti.“