Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Marty Dou (6/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.

Sá sem varð í 20. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $208,030 (Verðlaunafé í Web.com Finals:$4,400; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$203,630) var kínverski kylfingurinn Marty Dou .

Zecheng Dou, sem alltaf er kallaður Marty í Bandaríkjunum fæddist 22. janúar 1997 í Henan, Kína og er því aðeins 20 ára.

Hann er 1,75 m á hæð og 70 kg.

Sem áhugamaður tók Dou þátt í  Summer Youth Olympics, Asian Games, Bonallack Trophy og Eisenhower Trophy árið 2014, þá aðeins 17 ára. Hann vann sér inn fjölmarga titla sem áhugamaður og reyndar líka tvo atvinnumannstitla í Kína áður en hann gerðist atvinnumaður árið 2014.

Áhugamannamót sem Dou vann voru eftirfarandi:
2010 National Amateur (Kína)
2011 Callaway Junior World Championship (í flokki 13-14 ára)
2012 China National Amateur Winners, Aaron Baddeley International Junior
2013 China Amateur Champions, Volvo China Juniors Match Play Championship
2014 National Team Asia Games and WATC Selecting Event Leg 1

Tveir sigrar í atvinnumannsmótum, sem áhugamaður:

2012 China National Team Championship.
2013 China Unicom Woo Pro-AM Championship.

 

Dou hefir sigrað 4 sinnum á kínverska PGA Tour þ.e. á  1) St. Andrews Henan Open, 2) United Investment Real Estate WuHan Open, 3) Sunning Estate Nanjing Zhongshan Open og 4) Yulongwan Yunnan Open, allt árið 2016 þá 19 ára.

Dou hóf síðan að spila á Web.com Tour árið 2017 og sigraði á Digital Ally Open í júli 2017 og varð hann þar með fyrsti kínverski kylfingurinn til að sigra á Web.com Tour.

Hann er reyndar einnig einn fyrsti kínverski kylfingurinn til þess að vinna sér inn kortið sitt og þar með fullan spilarétt á PGA Tour ásamt  Zhang Xinjun, sem þegar hefir verið kynntur hér á Golf 1 – Sjá með því að SMELLA HÉR: