Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Kyle Thompson (13/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.

Sá sem varð í 13. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $268,742 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $2,430; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$266,312) var bandaríski kylfingurinn Kyle Thompson.

Kyle Thompson fæddist í Panama City, Flórída, 25. apríl 1979 og er því 38 ára.

Thompson mun á næsta keppnistímabili spila á  PGA Tour. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2001.

Helstu sigrar Kyle Thompson sem áhugamanns eru eftirfarandi:
1999 NCAA East Regional
2001 NCAA West Regional
2001 Dogwood Invitational

Thompson á Nationwide Tour (undanfara Web.com Tour) á árabilinu 2003 – 2007. Hann sigraði í 2 mótum 2007, sem gerði það að verkum að hann varð meðal efstu 25 og hann fékk kortið sitt á PGA Tour fyrir árið 2008. Hann sneri síðan aftur áNationwide Tour árið 2009 eftir að hafa aðeins náð niðurskurði í 9 af 26 mótum.

Thompson sneri aftur á PGA Tour árið 2012, en náði aðeins 3 sinnum niðurskurði í 22 mótum, sem hann tók þátt í. Hann sigraði á 4. móti sínu á  Web.com Tourþegar hann sigraði 2015 á Rex Hospital Open, í 3. sinn sem hann vann það mót..

Þann 11. janúar 2017 sigraði Kyle Thompson síðan á The Bahamas Great Exuma Classic á Web.com Tour, en þessi sigur myndar meginuppistöðuna á góðu gegni Kyle á peningalista We.bom Tour.

Loks mætti geta að Kyle Thompson hefir tvívegis (2012 og 2017) tekið þátt í risamóti en í bæði skiptin var það Opna bandaríska og í bæði skiptin náði hann ekki niðurskurði.