Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 15:00

Nordic Golf League: Axel og Haraldur við keppni á Isaberg Open í Svíþjóð

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu leik í dag á Isaberg Open í Svíþjóð,  sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Báðir léku þeir Axel og Haraldur á 1 undir pari, 71 höggi.

Axel fékk 4 fugla og 3 skolla en Haraldur Franklún 3 fugla og 2 skolla.

Sem stendur eru þeir jafnir í 23. sæti, en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistalan gæti enn riðlast.

Til þess að sjá stöðuna á Isaberg Open SMELLIÐ HÉR: