Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 19:00

Nordic Golf League: Axel og Haraldur komust báðir g. niðurskurð á Isaberg Open!!!

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR fóru báðir í gegnum niðurskurð á Isaberg Open mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Haraldur Franklín hefir spilað á 2 undir pari, 142 höggum (71 71) og er sem stnedur T-20.

Axel hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (71 74) og er T-30 þ.e. deilir 30. sætinu með 7 öðrum kylfingum.

Efstur eftir 2. dag er sænski kylfingurinn Niklas Lemke á samtals 6 undir pari, 137 höggum (68 69).

Sjá má stöðuna á Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: