
Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar tóku þátt í MRE Masters mótinu – Guðmundur Ágúst sá eini í gegnum niðurskurð!
Þrír GR-ingar, Andri Þór Björnsson, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Magnús Franklín hófu keppni á Mediter Real Estate Masters mótinu í gær, en mótið fer fram 13.-15. febrúar 2018.
Mótsstaður er PGA Catalunya Resort í Barcelona á Spáni og spilað á tveimur keppnisvöllum Tour (par-70) og Stadium völlunum (par-72).
Aðeins Guðmundur Ágúst fór í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 1 yfir pari, eða betur.
Guðmundur Ágúst spilaði á samtals sléttu pari, 142 höggum (72 70).
Aðeins munaði 1 höggi að Andri Þór færi í gegn en hann var því miður á 2 yfir pari, 144 höggum (71 73).
Haraldur Franklín var langt frá sínu besta, lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (74 72).
Til þess að sjá stöðuna á Mediter Real Estate Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:
- febrúar. 20. 2019 | 06:00 Magnús Valur og Ellert vallarstjórar ársins 2018
- febrúar. 19. 2019 | 23:00 Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-9 á Spáni
- febrúar. 19. 2019 | 21:00 Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur luku keppni á The All-American
- febrúar. 19. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2019
- febrúar. 19. 2019 | 10:00 Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jenny Haglund (37/58)
- febrúar. 19. 2019 | 07:51 Var það almenningsálitið eða slæm samviska sem fékk Kuchar til að greiða kylfusveininum?
- febrúar. 19. 2019 | 07:43 Rolex-heimslistinn: Nelly Korda komin í 9. sætið!!!
- febrúar. 19. 2019 | 06:40 Neyðarlegt!!! LPGA kylfingur datt ofan í bönker á Opna ástralska!!!
- febrúar. 19. 2019 | 06:00 Hvað var í sigurpoka JB Holmes?
- febrúar. 18. 2019 | 17:30 Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag og eini Íslendingurinn sem fór g. niðurskurð!!!
- febrúar. 18. 2019 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2019
- febrúar. 18. 2019 | 13:00 PGA: Holmes sigraði á Genesis Open!!!
- febrúar. 18. 2019 | 10:00 Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jing Yan (36/58)
- febrúar. 18. 2019 | 08:15 Trump kom f. golfhermi í Hvíta Húsinu
- febrúar. 18. 2019 | 07:52 Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Texas