Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 12:00

Manassero vonast eftir góðu gengi á Sikiley

Ekki hefir borið mikið á ítalska kylfingnum Matteo Manassero að undanförnu.

E.t.v. líka einhver kynslóð kylfinga, sem ekki kannast við hann, svo langt er síðan hann hefir verið meðal efstu manna í mótum.

Fyrir þá sem rifja vilja upp kynnin við Manassero má líta hér á kynningargreinar Golf 1 um kylfinginn unga:

Manassero I     Manassero II     Manassero III     Manassro IV     Manassero V

Honum hefir ekki gengið illa í mótum, en aldrei náð að sigra – því lítur hann vonaraugum til móts Evrópumótaraðarinnar í þessari viku, Rocco Forte Open, sem fram fer í heimalandi Manassero í Verdura, á Sikiley.

Þar vonast þessi nú 24 ára golfsnillingur til að bæta við 5. titli sínum.  Honum hefir aðeins 1 sinni tekist að vera meðal efstu 5 í móti á þessu ári, en hefur þar á móti líka bara einu sinni ekki komist í gegnum niðurskurð í 8 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

 

En nú snýr hann aftur á heimaslóðir á Ítalíu. „Ég er ánægður að vera kominn aftur,“ sagði Manassero, sem reyndar er frá N-Ítalíu, fæddur í Verona.

„Þetta er frábær staður hér (Sikiley), allir geta séð það. Það er sérstaklega frábært að við getum öll komið aftur tilbaka til S-Ítaliu bara að vera hér og spila golf – það er betra bragð að öllu, jafnvel loftið er ferskara. Þetta er bara hreint út æðislegt.“

Leikurinn minn er góður. Ég spilaði virkilega vel með Renato  (Paratore) í GolfSixes, og það var mjög gaman. Ég hef verið stöðugur í byrjun þessa keppnistímabils.“

Það var aðeins á Indlandi sem ég spilaði virkilega vel og lauk keppni í 3. sæti. Að öðru leyti hef ég verið um miðbikið, en næstum alltaf hef ég spilað 4 hringi, þannig að það er mjög gott. Það viðheldur stöðugleikann og heldur sjálfstraustinu uppi þannig að þetta er allt gott.“

Ég vona að það komi eins mikið fólk og mögulegt er að horfa þannig að við fáum fjöldann til að styðja okkur. Það er alltaf gaman að spila fyrir ítalska áhangendur.“

Þetta er frábær völlur. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég æfi á honum og ég veit að alvöruvöllurinn er aðeins öðruvísi þannig að ég er forvitinn að sjá hvað þeir setja upp á þessu ári. Það er gott að vera kominn aftur.“

Ef bætir í vindinn verða skorin ekki lág, en að öðrum kosti held ég að þau verði örugglega lág. Það verður gott að horfa á mótið í sjónvarpi, fullt af fuglum, það er bara þannig sem þessi golfvöllur er.“

 

Ef það er of mikið röff verður völlurinn of flókinn – það er fullt af litlum hundslöppum og hólum. Hann verður líka harður þannig að ég held að aðalvörn vallarins sé vindurinn og harðar flatir.