Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 05:25

LPGA: Völlurinn sem Ólafía Þórunn spilar á í S-Kóreu – Sky 72 GC Ocean Course

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf leik nú fimmtudagsnóttina, 12. október 2017 á LPGA KEB HanaBank Championship á golfvelli sem heitir Sky 72 Golf Club Ocean Course.

Eins og Sky 72 nafnið bendir til er hér í raun ekki um 1 völl að ræða heldur 72 holu golfstað með 4 golfvöllum.

Á staðnum er hinn 18 holu Hanui-völlur og svo hin svokallaða 54 holu Bada-þyrping, en þar er um að ræða 3 18-holu golfvelli og er Ocean völlurinn einn af þeim. Hinir eru Lake og Classic vellirnir.

Sky 72 er einn stærsti golfstaður S-Kóreu og Ocean völlurinn er talinn 12. besti golfvöllur S-Kóreu.

Frá Ocean golfvellinum

Frá Ocean golfvellinum

Hönnuður staðarins er Steve Nicklaus, sonur Gullna bjarnarins (Jack Nicklaus) og frá því staðurinn opnaði 2005 hafa mörg stór mót verið haldin á honum

LPGA KEB HanaBank Championship hefir verið haldið samfellt á vellinum allt frá árinu 2008 og mótið í ár því það 9. sem fram fer á vellinum.

Reyndar hefir LPGA KEB HanaBank Championship verið haldið allt frá árinu 2001 en fyrir 2008 fór það fram á öðrum völlum.

Eins og sjá má á myndinni af vellinum hér að neðan kemur vatn mikið við sögu á Ocean vellinum; það sem sést e.t.v. ekki eins vel er að þarna er líka töluverður fjöldi af glompum. Eins sést ekki að völlurinn er staðsettur í námunda við flugvöll:

Ocean golfvöllurinn á Sky 72

Ocean golfvöllurinn á Sky 72

Hér að neðan má sjá lýsingu á fyrstu 9 brautunum, sem Ólafía kemur til með að spila. (Lýsing á seinni 9 verður birt á morgun):

Braut nr. 1
Fyrsta brautin á Sky 72 Golf Club Ocean golfvellinum er par-4 braut, sem er með vítt lendingarpláss og flöt með litlum halla. Kylfingar geta léttilega leikið þessa holu ef teighögg þeirra lendir nálægt brautarglompunni til hægri. Lykillinn í að fá par er að forðast risaglompur sem eru út um allt á vellinum.  Þessi hola býður upp á gott tækifæri á góðri byrjun.

Braut nr. 2
Hægt er að vera inn á flöt í 2 höggum á þessari par-4 braut með löngu teighöggi yfir hallandi braut, þannig að skilið er eftir aðeins stutt járnahögg. Kylfingar ættu að vara sig á brautarglompunni til vinstri. Of langt aðhögg setur boltann á chip svæði fyrir aftan flöt.

Braut nr. 3
Lykillinn að þessari par-3 braut er fjarlægðarstjórn. Kylfingar ættu að mæla vandlega lengt og breidd flatar áður en þeir slá teighögg. Vatnshindrum sem er í nálægð við flöt getur sett pressu á leikmenn að slá bolta þeirra í lítla pottglompu á bakvið flöt eða á ship chip flöt. Að setja boltann til vinstri leiðir til öruggs tvípútts fyrir par.

Braut nr. 4
Þetta er stutt en samt krefjandi par-4 hola. Til þess að tryggja lendingu fyrir framan eða í miðju flatar verða kylfingar að ná teighöggi sínu yfir brautarglompu á hægri hlið. Teighögg nálægt glompumörku mætti að hjálpa kylfingum við miðið inn á bakhelming púttflatar. Kylfingar ættu að varast að lenda í holum og glompum sem eru umhverfis flötina.

Braut nr. 5
Dramatískur halli, fallegur foss og lækur á 5. holu bjóða kylfingum upp á fjölmargt krefjandi.  Þegar vindurinn er frá hægri hlið ættu kylfingar að reyna að ná teighöggi sínu yfir glompuna fyrir framan braut til þess að ná inn á flöt í 2 höggum. Til þess að leika af öryggi ætti að miða við að vera á hægri hlið brautarinnar og 2. höggið yfir brautarglompuna nægir til að kylfingar ná auðveldlega inn á púttflöt.

Braut nr. 6
Þessi braut sem er eftir endilöngum dal  býður upp á  klassískan „áhættu/verðlauna leik“ (ens. risk and reward game). Kylfingar geta annaðhvort verið öruggir og slegið til vinstri og spilað upp á langt aðhögg eða af hugrekki slegið yfir vatnið til hægri. Leikmenn sem taka áhættu ættu að vera verðlaunaðir með auðveldara högg inn á flöt með stuttu járni eða fleygjárni. Þetta er breið braut og stór flöt og dramatískt teighögg gerir þessa holu meira krefjandi og að meiri skemmtun.

Braut nr. 7
7. brautin er sérkennilegasta par-5 braut Ocean vallarins. Holt lendingarsvæði dregur að sér teighögg á svæðið. Kylfingar ættu að setja 2. högg sitt á hægri eða vinstri hlið brautar, allt eftir því á hvaða helming flatarinnar þeir ætla að staðsetja sig.  En hvað sem öðru líður þá er eitt lendingasvæðið í hlið, sem gæti frestað kylfinga að reyna við að ná inn á flöt í 2 höggum.

Braut nr. 8
Þetta er par 3 braut með hagstæða staðsetningu með stóra flöta og „smooth“ aðkomu. Þægilegt högg nálægt pinna eða rúllandi högg meðfram kambnum á hægri hlið flatar veitir fuglafæri. Kylfingar ættu hins vegar að varast glompuna og chip holur umhverfis flöt.   .

Braut nr. 9
Þessi braut hallar dramatískt niður á við og býður upp á frábært útsýni yfir stærsta vatnið á Sky 72 golfvellinum. Kylfingar ættu að miða nálægt bönkernum á hægri hlið brautar til að forðast glompur og holur á vinstri hliðinni. Lykilstrategía á þessari braut er að ná nákvæmu aðhöggi, forðast vatnið og glompurnar sem eru í kringum flöt.  Lykillinn að þessari par-4 holu er í raun fjarlægðar- stjórnun. Kylfingar ættu að vera nákvæmir í mælingum á lengd og breidd flatar fyrir teighögg. Vatn nálægt flötinni getur sett pressu á leikmenn að slá bolta sinn í litla pottglompu fyrir aftan flöt eða nálægt chip svæði. Að slá boltann í aðhöggi til vinstri er örugg ávísun á tvípútt og par.

Braut nr. 10
Þetta er 2. lengsta par-4 braut og með henni hefst hinar krefjandi seinni 9 á Ocean vellinum. Einkenni þessarar brautar, sem er upp í móti er breitt lendingarsvæði til vinstri og það þarf í tveimur höggum að komast yfir glompur til hægri. Besta strategían til að ná inn á flöt er að slá yfir bönkerinn til hægri. Ef teighöggið heppnast vel þá ætti 2. höggið að vera þægilegt. Kylfingar ættu að  varast bönkerinn fyrir aftan flöt þegar þeir slá aðhögg. Að koma sér upp þar reynist ýmsum erfitt og er krefjandi fyrir leikmenn.

Braut nr. 11
Þessi par-4 braut er hönnuð til þess að gleypa bolta kylfinga í glompu á hægri hlið. Næsta hindrun er brautarglompan við hlið flatarinnar. Lykillinn við að spila þessa braut er nákvæmni. Með tveimur nákvæmum höggum ættu kylfingar að ná fugli.

Braut nr. 12
Þetta er lengsta pr-3 hola á vellinum með dramtískt útsýni. Flötin er staðstett 20 metra neðan við teig,  skörp rif, klettar og Gulahaf eru á bakvið flöt og undirstrika bæði strategíska og sjáanlega fegurð flatarinnar. Kylfingar þurfa að slá varfærnislegt aðhögg á pinna sem staðsettur er framarlega á flöt og kambinn bakvið flöt. Kylfingar ættu að passa upp á að missa ekki bolta í holur bakvið flöt. Flatarglompur gleypa líka bolta sem villast af leið. Djúp brautarhola fyrir framan flöt eykur á skemmtun þeirra sem fylgjast með leik á brautinni.

Braut nr. 13
Þessi par-3 13. braut hallar niður á við og virðist mun styttri en eiginleg lengd er. Með teighöggi má auðveldlega slá niður litlu hæðina og á braut. Leikmenn verða að ákveða hvort eigi að fara yfir krefjandi bönker og vatn eða droppa örugglega á næstu braut. Öruggur leikur er þægilegri en aðhöggið inn á þrönga flötina er þá meira krefjandi. (Ólafía „okkar“ fékk fugl á þessa braut á 1. hring KEB HanaBank meistaramótsins!!!)

Braut nr. 14
Þetta er  par 4 braut af meðallengd. Til hægri er brautin víð og auðvelt að vera þar meðan á vinstri hlið hefir maður glompur og vötn.  Klassísk þraut áhættu/verðlauna spils gæti ruglað kylfinga hér. Samt er mælt með að vera til vinstri á braut hér og eiga þar með auðveldara aðhögg á flöt.

Braut nr. 15
Þetta er stytt par 4 braut, sem þarfnast mikillar nákvæmni. Það er mælt með að slá teighögg með brautartré eða járni og aðhöggið með stuttu járni eða fleygjárni. Sleggjur reyna að ná inn á flöt með því að slá yfir glompur. Fugl er í verðlaun ef kylfingum tekst að forðast glompur og vatnið hér.

Braut nr. 16
Þetta er lengsta par 4 brautin með geysistóru lendingarsvæði. Á þessari braut er í lagi að slá löng teighögg. Bestu lendingarsvæðin eru á móti brautarglompunni á hægri eða vinstri hlið brautar. Aðhögg með löngu járni sér til þess að boltinn lendir auðveldlega á flöt.

Braut nr. 17
Dramatísk breyting kemur strax eftir par-4 16. holuna og síðan stystu par-3 braut vallarins, þ.e. 17. holuna. Þessi braut er með minnstu flötina á vellinum, sem blokkeruð er af risaglompu. Kylfingar freistast til að miða á holu í flöt vegna bönkera.  Hvað sem öðru líður þar „up-and down chip“ framkvæmt af reynslu eða pitch til þess að ná pari. Ef teighöggið lendir á réttum stað, þá má ná fugli á þessari braut.

Braut nr. 18
Hér er róttækt fall 29 metra frá teig og að flöt sem býður kylfingum upp á dramatískt endi á hringnum. Sterkt feid högg fær boltann til að rúlla meðfram braut og í átt að flöt. Ef takmarkið er á annað lendingasvæði sem er í betri línu við flöt, þá verða kylfingar að slá teighöggin sín eins langt og mögulegt er.  Vatnið og tvær brautarglompur eru umhverfis 2. lendingarsvæðið. Kylfingar ættu að miða á hægri hlið glompunnar til þess að fá auðveldara aðhögg með járni, eða miða nálægt bönker næst flöt til þess að geta slegið „bump-and-run“ pitch högg. Þrjú góð högg veita bjóða upp á par eða fugl hér.

Loks eru hér nokkrar upplýsingar um Sky 72 klúbbinn:

Heimilisfang:

Sky 72 Golf Club,
2029-1 Woonseo-Dong,
Joong-Gu,
Incheon,
Suður-Kórea

Sími:  +82 32 741 8201