Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía varð í 35. sæti í Kína!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk leik í nótt á Blue Bay LPGA mótinu á Hainan eyju í Kína.

Ólafía Þórunn spilaði lokahringinn á 76 höggum

Samtals lék Ólafía Þórunn á 7 yfir pari, 295 höggum (72 – 76 – 71 – 76) og varð í 35. sæti, sem er 4. besti árangur hennar á LPGA.

Í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu hlaut Ólafía $12,967.00 (u.þ.b. 1.335.000 íslenskar krónur).

Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 – 67 – 73 – 70) og hlaut í verðlaunafé $315,000.00.

Til þess a sjá lokastöðuna á Blue Bay mótinu SMELLIÐ HÉR: