Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 06:30

LPGA: Ólafía Þórunn á 74 e. 1. dag á KEB HanaBank Championship

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 1. hring á LPGA KEB HanaBank Championship, en það er 22. LPGA-mótið sem hún tekur þátt í.

Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, var á 1 yfir pari á næstsíðustu holu, en fékk því miður skolla á síðustu holu sína (þeirri 9. á Sky 72 Ocean golfvellinum) og því 2 yfir pari, 74 högg staðreynd.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 2 fugla, 12 pör og 4 skolla og er sem stendur T-59, þ.e. deilir 55. sæti með 11 öðrum kylfingum.

Fuglarnir komu á báðir á par-5 brautum (þeirri 7. og 13.) en skollarnir komu á tveimur lengstu par-4 holunum þ.e. 10. og 16. holunum og eins á 9. og 18. braut.

Sjá má stöðuna á PGA KEB HanaBank Championship með því að  SMELLA HÉR: