Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía meðal keppenda í Kaliforníu nk. fimmtudag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR mun keppa næst á Kia Classic mótinu, sem hefst fimmtudaginn n.k. þ.e. 23. mars 2017.

Mótið fer fram í Carlsbad, Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Mótið stendur yfir í 4 daga og verður niðurskurður að loknum 2. keppnisdeginum.

Keppt er á Park Hyatt Resort Golf Club & Spa.

Ólafía er komin til Kaliforníu ásamt skóla- og liðsfélaga sínum úr Wake Forest háskólanum, Cheyenne Woods og munu þær verja tímanum fram að fimmtudeginum þar, við æfingar.