Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2017 | 06:00

LPGA: Ólafía á +5 á 3. degi Swinging Skirts

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék nú í nótt á 5 yfir pari, 77 höggum á 3. hring Swinging Skirts mótsins.

Mótið fer fram  í Taíwan, en er hluti af LPGA mótaröðinni og er þetta 23. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 14 yfir pari í mótinu, 230 höggum (76 77 77) og er T-74.

Það er Eun-Hee Ji frá S-Kóreu, sem er með afgerandi 6 högga forystu, búin að spila á 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts mótinu eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: