Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 03:40

LPGA: Ólafía á +2 e. 9 holur á 1. hring í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú lokið við að spila 9 holur á Sky 72 Ocean golfvellinum í S-Kóreu, en KEB HanaBank meistaramótið er 22. LPGA mót, sem hún tekur þátt í.

Ólafía er í ráshóp með þeim Marinu Alex frá Bandaríkjunum og Min-Ji Park frá S-Kóreu og fór út kl. 9:51 að s-kóreönskum tíma (kl. 00:51 að íslenskum tíma).

Ráshópur Ólafíu Þórunnar byrjaði á 10. teig.

Ólafía byrjaði ekki vel – fékk skolla á 10. holuna; síðan tókst henni að ná sér á strik á par-5 13. holunni; fékk góðan fugl þar og var aftur á sléttu pari, en síðan komu því miður tveir skollar í röð á par-4 16. holunni og par-3 17. holunni.

Það er vonandi að Ólafíu takist að spila fyrri 9 Sky 72 Ocean vallarins betur, en þar eru nokkrar góðar holur sem hún ætti að fara létt með!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR: