Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 14:00

LPGA: Hætt við að halda mót í Kína vegna skorts á tilskildum leyfum

LPGA Tour hefir hætt við að halda mótið The Alisports LPGA, sem fara átti fram 5.-8. október í Shanghaí, Kína í næsta mánuði.

Því miður vorum við að fá fréttir af því að ekki hafi fengist tilskilin leyfi frá svæðisbundnum stjórnvöldum til þess að mótið megi fara fram,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA Mike Whan í gær, þriðjudaginn 13. september 2017.

Það versta við þessar fréttir er að við erum með styrktaraðila, mótsstjórn og sjónvarpstökumenn; alla tilbúna til þess að mótið fari fram.

Það var IK Kim sem sigraði í mótinu á sl. ári en þá gekk það undir nafninu Reignwood LPGA Classic og var haldið í Peking.

Þetta snertir ekki Ólafíu Þórunni „okkar“ því hún var ekki komin með staðfestan keppnisréttir í Alisports LPGA mótinu.