Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2017 | 09:00

LPGA: Brooke Henderson sigurvegari á Meijer LPGA Classic – Hápunktar 4. dags

Það var kanadíska golfdísin Brooke Henderson, sem sigraði á Meijer LPGA Classic.

Þetta er fyrsti sigur Henderson á LPGA árið 2017, en 4. sigur hennar alls á mótaröðinni.

Henderson er fædd sama dag og golfgoðsögnin Arnold Palmer þ.e. 10. september (en að vísu árið 1997) og er 19 ára.

Alls hefir Henderson sigrað í 9 atvinnumótum.

Öðru sætinu á Meijer LPGA Classic deildu bandarísku kylfingarnir Michelle Wie og Lexi Thompson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Meijer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Mejier LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: