Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 07:00

LPGA: Besti hringur Ólafíu á Blue Bay mótinu til þessa

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk í nótt 3. hring Blue Bai atvinnumótinu, sem fram fer í Kína. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og er Ólafía Þórunn í 24. sæti eftir nóttina, en keppendur eru alls 81. Keppnisvöllurinn í Kína er einn sá lengsti á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (72 76 71).

Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili – og er þetta jafnframt lokamótið hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni. Hún keppir í byrjun desember með Evrópuúrvalinu á The Queens mótinu í Japan. Í millitíðinni keppir hún á styrktarmóti hjá Söndru Gal, en hún kom hingað til lands í sumar á styrktarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG.

Sjá má stöðuna á Blue Bai mótinu með því að SMELLA HÉR: