Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2017 | 10:00

LPGA: Anna Nordqvist leiðir e. 3. dag Bank of Hope Founders Cup – Hápunktar

Það er hin sænska Anna Nordqvist sem komin er í forystu á 3. degi Bank of Hope Founders Cup, þar sem aðeins munaði 2 höggum að Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir kæmist í gegnum niðurskurð..

Anna setti þar að auki vallarmet í Phoenix en hún lék 3. hring á 61 höggi – fékk 1 örn, 9 fugla og 8 pör. Stórglæsilegt!!!

Samtals er Anna búin að spila á 21 undir pari, 195 höggum (67 67 61).

Í 2. sæti eru Stacy Lewis og Ariya Jutanugarn 2 höggum á eftir.

Sjá má stöðuna á Bank of Hope Founders Cup með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags Bank of Hope Founders Cup með því að SMELLA HÉR: