Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 13:30

LET: Valdís Þóra lauk keppni á SA Women´s Open T-21

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir lauk nú í þessu keppni á Investec SA Women´s Open, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Hún deildi 21. sætinu með 4 öðrum kylfingum: Rosie Davis frá Englandi, Manon Molle frá Frakklandi, Söruh Schober frá Austurríki og Sönnu Nuutinnen frá Finnlandi.

Allar léku þær á samtals 3 yfir pari, 219 höggum; Valdís Þóra á (74 69 76).

Lakasti hringur Valdísar var lokahringurinn, sem hún lék á 4 yfir pari en fyrir lokahringinn var hún T-4 á samtals 1 undir pari.

Á þessum skollans lokahring fékk Valdís Þóra 5 skolla og aðeins 1 fugl.

Sigurvegari mótsins var heimakonan Ashley Buhai, á samtals 9 undir pari, en athygli vekur að kylfingar frá Afríku eru í 4 efstu sætunum því auk Asheley varð Maha Haddioui frá Marokkó í 3. sæti á samtals 4 undir pari og Stacy Bregman frá S-Afríku í 4. sæti á samtals 3 undir pari. Karolin Lampert frá Þýskalandi hafnaði í 2. sæti, 2 höggum á eftir sigurvegaranum Buhai.

Til þess að sjá lokastöðuna á Investec SA Women´s Open SMELLIÐ HÉR:

Í aðalfréttaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET. Mynd: Tristan Jones