Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 08:00

LET: Valdís fór g. niðurskurð á Indlandi!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Hero Women´s Indian Open, sem fram fer á DLF Golf and CC í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands.

Á 2. keppnisdegi lék Valdís Þóra á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 14 pör og 3 skolla.

Samtals er Valdís Þóra því búin a spila á 4 yfir pari, 148 höggum (74 74) og rétt komst í gegnum niðurskurð, en hann var einmitt miðaður við 4 yfir pari eða betra.

Valdís Þóra spilar því lokahringinn á morgun, sunnudaginn 12. nóvember og á rástíma kl. 8:52 að morgni að indverskum tíma (sem er kl. 3:22 að íslenskum tíma, en 5 1/2 tíma tímamismunur er milli landanna).

Efst í mótinu á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64) er hin skoska Michelle Thomson.

Til þess að sjá stöðuna á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: