Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 09:00

LET: Valdís á 74 e. 1. dag í Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék 1. hring á móti vikunnar á LET, sem fram fer á Indlandi.

Valdís Þóra kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-65 af 113 keppendum.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 10 pör og 5 skolla.

Efst í mótinu er annar af tveimur félögum Valdísar Þóru, sem voru í sama ráshóp og hún í nótt, hin enska Liz Young.

Til þess að sjá stöðuna á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: